Erlent

Myndband af lögreglumorði á Netinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Atvikið hefur vakið óhug og reiði í Oakland.
Atvikið hefur vakið óhug og reiði í Oakland. MYND/AP

Myndband sem sýnir lögreglumann skjóta handtekinn mann til bana í Oakland í Kaliforníu á nýársdag fer nú sem eldur í sinu um vefinn og hefur meðal annars birst á myndskeiðavefnum YouTube.

Lögregluþjónninn sagði starfi sínu lausu fljótlega eftir atvikið en saksóknari hafði þá ákveðið að ákæra hann fyrir morð í opinberu starfi sem er ákaflega sjaldgæft þar sem í svipuðum tilfellum er yfirleitt ákært fyrir manndráp sem telst vægara úrræði af hálfu ákæruvaldsins. Réttarhöld í málinu hefjast innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×