Erlent

Drápu sjötugan mann fyrir tvær rauðvínsflöskur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír ungir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í hafnarbænum Kragenæs í Danmörku grunaðir um að hafa orðið rúmlega sjötugum manni að bana til þess að komast yfir tvær rauðvínsflöskur. Þetta gerðist á heimili mannsins á þriðjudaginn.

Lögreglan komst fljótt á sporið og handtók þremenningana skömmu fyrir miðnætti í fyrradag. Sá yngsti þeirra er 16 ára gamall en hinir tveir rúmlega tvítugir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×