Innlent

Reyndu að afhenda gjafabréf upp á 185 milljónir

Höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand.
Höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand.

Hópur fólks safnaðist fyrir utan höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand fyrir stundu og framdi nokkurskonar gjörning. Skipti hópurinn í lið í knattspyrnu og reyndu að afhenda Birnu Einarsdóttur bankastjóra gjafabréf upp á 185 milljónir króna. „Fámennur hópur," segir upplýsingafulltrúi bankans.

Skipti hópurinn í tvö lið í fótbolta og lék þjóðin gegn auðmönnum. Ekki er vitað hvernig leikurinn fór en eftir að honum lauk hófst nokkuð athyglisverður gjörningur.

Þá gekk stúlka í líki Birnu Einarsdóttur bankastjóra Glitnis inn í höfuðstöðvar bankans og reyndi að afhenda bankastjóranum gjafabréf upp á 185 milljónir króna. Birna var ekki við.

Már Másson upplýsingafulltrúi Glitnis sagði í samtali við Vísi að fámennur hópur hefði verið í fótbolta fyrir utan bankann og það hafi ekki valdið teljandi vandræðum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var sendur bíll á staðinn en uppákomunni var lokið þegar lögregla kom þangað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×