Fleiri fréttir

Leigubílstjórar mega vera veikir

Guðjón Þ. Andrésson formaður Bifreiðastjórnarfélagsins Andvara fagnar áliti Umboðsmanns Alþingis vegn kvörtunar sem hann sendi í maí á síðasta ári. Þar fór Guðjón fram á að reglugerð um leigubifreiðar verði felld úr gildi þar sem hún standist ekki lög um leigubifreiðar. Reglugerðin kveður á um að hægt sé að svipta mann atvinnuleyfi ef hann er veikur lengur en í sjö mánuði. „Það er ekki heil brú í þessu,“ segir Guðjón sem hvetur Kristján Möller til þess að rýna í álitið.

Engum sagt upp á heilbrigðisstofnun Siglufjarðar

Konráð Karl Baldvinsson framkvæmdarstjóri heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar segir að engum starfsmanni stofnunarinnar hafi verið sagt beint upp. Uppsagnir á núverandi vaktafyrirkomulagi snerti hinsvegar 35-40 af 60 starfsmönnum stofnunarinnar. Sparnaðaraðgerðir segir framkvæmdarstjórinn.

Einn handtekinn vegna kannabisræktunar í Breiðholti

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur einn verið handtekinn í tengslum við kannabisræktun í bílskúr í Breiðholti. Málið er í rannsókn og vers lögregla allra frétta af málinu.

Stal skammbyssu frá pabba

Maðurinn sem lögregla leitaði að í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um vopnaðann mann í Gerðahverfi í Reykjavík er sextán ára gamall og hefur komið við sögu lögreglu áður.

Árásir Ísraelsmanna á Gaza héldu áfram í morgun

Ísraelsmenn héldu áfram loftárásum á Gazaströndina í morgun. Að minnsta kosti einn lét lífið þegar sprengjur lentu á skólabyggingu en alls hafa rúmlega 400 manns látið lífið síðan árásirnar hófust fyrir viku.

Alvarlegt ef formaður VR þekkir ekki reglur félagsins

Við vorum beitt misrétti segir hópur sem undirbjó mótframboð gegn stjórn VR. Í ljós hefur komið að framboðið stenst ekki lög félagsins en starfsmenn VR höfðu áður lagt blessun sína yfir það. Forsvarsmaður hópsins segir alvarlegt ef formaður félagsins þekki ekki reglur þess.

Vill rauðgrænt bandalag með Samfylkingu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill mynda rauðgrænt bandalag með Samfylkingunni. Í viðtali við DV segist Steingrímur sannfærður um að boðað verði til þingkosninga á næstu mánuðum. Það sé lýðræðislegasta leiðin til að endurheimta það traust sem seitlað hefur út úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum frá upphafi bankahrunsins.

Sérsveitin leitar byssumannsins - Myndband

Lögreglan fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi um vopnaðan mann í Gerðahverfi í Reykjavík. Mikill viðbúnaður fór í gang vegna mannsins og óttaðist lögregla

Vísindamenn finna leifar af loftsteini

Bandarískir vísindamenn hafa fundið leifar af loftsteini sem skall á jörðina fyrir nærri 13 þúsundum árum. Loftsteininn sundraðist þegar hann fór í gegnum lofthjúp jarðar en var engu að síður nægilega öflugur til að hrinda af stað ísöld á jörðinni.

8 ára stúlka ávarpar mótmælafund

Boðað er til mótmælafundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Sem fyrr er yfirskrift fundarins "Breiðfylking gegn ástandinu". Þetta verður þrettándi mótmælafundurinn í röð og boða forsvarsmenn hans að róðurinn verði hertur til muna á nýju ári.

Segir Hamas bera mesta sök á ástandinu á Gaza

Bush bandaríkjaforsti telur að Hamasliðar beri mest sök á ástandinu á Gazaströndinni. Þetta kemur fram í handriti að útvarpsávarpi Bush til Bandarísku þjóðarinnar í dag.

Staðfestir fjárfestingasamning um álver í Helguvík

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að fjárfestingasamningur vegna allt að 260 þúsund tonna álvers í Helguvík verði staðfestur. Þetta kemur fram í grein sem ráðherra ritar í Fréttablaðið í dag.

Opið í Tindastóli og Hlíðarfjalli

Opið er á skíðasvæðinu í Tindastóli og Hliðarfjalli fyrir norðan til klukkan 16:00 í dag. Á Akureyri var klukkan átta í morgun 0 gráður og logn. Þá hefur snjóað þar síðan klukkan tvö í nótt. Greinilegt er að skíða- og snjóbrettaiðkun fer vel af stað á árinu 2009.

Ráðherra meti sjálfur afsögn

Þingmenn Samfylkingarinnar segja úrskurð umboðsmanns Alþingis, sem gerði athugasemdir við skipan Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara, eðlilegan og búast hafi mátt við honum.

Atvinnuleysi minnkaði

Atvinnuleysi rafiðnaðarmanna minnkaði í desember, samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar. Rafiðnaðarmenn voru þar 62 talsins í þessum mánuði, flestir þeirra tæknifólk og rafvirkjar. Þeim hafði fækkað um níu frá því í nóvember og var fækkunin öll hjá rafvirkjum.

Nafn hins látna

Maðurinn sem lést eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi á nýársdag hét Árni Steingrímsson. Hann bjó á bænum Ingvörum í Svarfaðardal. Árni, sem var fæddur árið 1943, var ekkjumaður og lætur eftir sig uppkomin börn<strong>. </strong><br />

Forstjóri rekinn eftir samning við Símann

„Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans.

Allir greiðsluseðlar rafrænir

Frá og með áramótum verða allir greiðsluseðlar Íbúðalánsjóðs sendir út með rafrænum hætti. Þetta minnkar pappírsnotkun og sparar peninga auk þess að vera umhverfisvænna.

Byssumaðurinn fundinn

Maðurinn sem lögreglan leitaði að í gærkvöld og talið var að væri vopnaður er fundinn. Mikill viðbúnaður var í Gerðahverfi í kvöld vegna mannsins og óttaðist lögregla að vegfarendum og íbúum í hverfinu stafaði ógn af honum. Maðurinn var vopnaður að sögn lögreglu.

Ætlar ekki að verða formaður Framsóknarflokksins

,,Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum en ég er ekki á leiðinni í pólitík," sagði Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, aðspurður hvort hann hafi hug á að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Orðrómur hefur verið um hugsanlegt framboð Eiríks, meðal annars á fréttavefnum AMX í dag. ,,Ég er feginn að geta borið þennan orðróm til baka," sagði Eiríkur.

Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2008

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er íþróttamaður ársins 2008. Þetta var tilkynnt á Grand Hótel í Reykjavík nú rétt í þessu. Ólafur fékk fullt hús í kjörinu.

Vopnaður maður í Gerðunum

Lögreglan er með mikinn viðbúnað í Gerðahverfi í Reykjavík en grunur leikur á að maður vopnaður byssu sé á ferð umhverfið. Liðsmenn sérsveitarinnar og sjúkraflutningamenn hafa verið kallaðir til.

Jákvæð fyrir þingkosningum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vill að efnt verði til þingkosninga, ef farið verður í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður um Evrópusambandsaðild. Stjórnarsamstarfið veltur á afstöðu Sjálfstæðisflokksins í ESB málum.

Mættu með heimatilbúnar reyksprengjur á Hótel Borg

Mótmælendur mættu með heimatilbúnar reyksprengjur við Hótel Borg á gamlársdag þegar sem hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 stóð yfir, samkvæmt Herði Jóhannessyni aðstoðaryfirlögregluþjóni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þrettándi mótmælafundurinn á Austurvelli

Raddir fólksins boða til mótmælafundar á Austurvelli á morgun laugardag klukkan 15. Sem fyrr er yfirskrift fundarins ,,Breiðfylking gegn ástandinu." Þetta er 13. laugardaginn í röð sem samtökin halda mótmælafund á Austurvelli.

Brenndist illa þegar olíulampi sprakk

Kona sem brenndist illa eftir að olíulampi sprakk í höndunum á henni ítrekar fyrir fólki að varlega í kringum slíka lampa. Ingunn Hauksdóttir fékk olílampa í afmælisgjöf nú um jólin. Lampann ætlaði hún svo að nota um síðustu helgi en þá vildi ekki betur til en svo en að hann sprakk í höndunum á henni.

Þúsundir mótmæltu á Vesturbakkanum

Að minnsta kosti einn lét lífið og fimm særðust í loftárásum Ísraelshers á Gazaströndina í dag. Til átaka kom á Vesturbakkanum þegar þúsundir manna mótmæltu árásum Ísraelsmanna.

Ekki hægt að brenna dýrahræ

Sérstakur gámur til að brenna dýrahræ er ekki til í landinu og þurfti að urða hræ hrossa sem drápust af skæðri salmonellusýkingu í síðustu viku. Kaup á brennslugámi hafa staðið til í langan tíma.

12 milljónir í neyðaraðstoð á Gaza

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita rúmum tólf milljónum íslenskra króna til mannúðaraðstoðar „vegna hörmungarástandsins á Gaza," eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Framboðsfrestur hjá VR framlengdur

Kjörstjórn VR hefur ákveðið að framlengja framboðsfrest til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins fram til mánudagins 12. janúar næstkomandi.

Vill funda um 40% hækkun á dreifingakostnaði raforku

Jón Bjarnason, þingmaður VG í norðvesturkjördæmi, hefur sent fjárlaganefnd bréf og farið fram á fund í nefndinni til að ræða allt að 40% hækkun á dreifingarkostnaði raforku til neytenda frá 1. janúar

Viðbúnaður í Jerúsalem af ótta við hefndaraðgerðir

Mikill viðbúnaður er í Jerúsalem í dag vegna ótta við hefndaraðgerðir Hamas liða vegna linnulausra loftárása Ísraela á Gasa svæðið sem staðið hafa í heila viku. Hamas samtökin höfðu hvatt Palestínumenn til þess að bregðast við árásunum í dag en til þessa hefur verið tiltölulega rólegt í borginni.

VG enn stærsti flokkurinn - ríkisstjórnin sækir í sig veðrið

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup er Vinstri hreyfingin - Grænt framboð enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins en í könnuninni fær hann 29 prósent atkvæða. Samfylkingin fær 28 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi.

Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York

Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið.

Mótmælandi óttast borgarastyrjöld

Þrisvar yfir hátíðarnar hefur verið ráðist að húsi við Vesturgötu þar sem Eva Hauksdóttir mótmælandi rekur Nornabúðina. Þetta kemur fram á fréttavefnum Smugunni. Þar er sagt frá því að flösku hafi verið kastað í rúðu í íbúð á sömu hæð og búðin er og hafi ytra gler í rúðunni brotnað.

Myrká mest selda bók ársins

Það kemur væntanlega fáum á óvart en það var Arnaldur Indriðason sem átti mest seldu bók ársins samkvæmt sölulista Pennans/Eymundsson. Myrká trónir á toppnum en í öðru sæti er Þúsund bjartar sólir, eftir Khaleid Hosseini í kiljuformi.

Páll gæti orðið vanhæfur vegna starfa í rannsóknarnefndinni

Páll Hreinsson hæstaréttardómari gæti orðið vanhæfur í málum sem kunna að koma á borð Hæstaréttar vegna hruns bankanna, hafi málin verið til rannsóknar hjá nefnd sem rannsakar hrun bankanna. Þetta er mat Bjargar Thorarensen, forseta lagadeildar Háskóla Íslands.

Halldór Ásgrímsson enn í öndunarvél

Halldóri Ásgrímssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar hefur hann legið í um tíu daga. Halldór veiktist af lungnabólgu í desember og að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeildinni er ástand hans óbreytt.

Áramótunum seinkaði um sekúndu

Það var ekki bara hlaupár í fyrra heldur var einni hlaupsekúndu bætt við um áramótin. Það gerðu sérfræðingar í Frakklandi til að jafna klukkur heims við snúning jarðar.

Frakkar stöðva sjóræningja

Franskt herskip í kom í gær í veg fyrir að sómalskir sjóræningjar næðu flutningaskipi á sitt vald á Adenflóa úti fyrir ströndum Sómalíu.

Caracas er morðhöfuðborg heimsins

Borgin Caracas í Venesúela hlýtur þann vafasama heiður að vera morðhöfuðborg heimsins samkvæmt nýútkominni bandarískri skýrslu. Á síðasta ári voru að meðaltali framin 130 morð á hverja eitt hundrað þúsund íbúa þar í borg. Bara í síðastliðnum desembermánuði voru framin að minnsta kosti 510 morð.

Keflavíkurflugvöllur orðinn að opinberu hlutafélagi

Opinbera hlutafélagið Keflavíkurflugvöllur tók til starfa um áramót en í því er sameinuð starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Kristján L. Möller samgönguráðherra mun hleypa fyrirtækinu formlega af stokkunum í dag við athöfn með starfsmönnum og stjórn félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir