„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 22:31 Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu og Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minna á að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. Vísir/Stefán Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira