Erlent

Segir Hamas bera mesta sök á ástandinu á Gaza

George W. Bush
George W. Bush

Bush bandaríkjaforsti telur að Hamasliðar beri mest sök á ástandinu á Gazaströndinni. Þetta kemur fram í handriti að útvarpsávarpi Bush til Bandarísku þjóðarinnar í dag.

Bush segir að Hamas samtökin hafa sóað kröftum sínum til að berja á Ísraelsmönnum í stað þess að byggja upp innviði samfélagsins. Að minnsta kosti 430 hafa látið lífið í loftárásum ísraelsmanna á Gazasvæðinu undanfarna viku en um 2000 hafa særst.

Árásum ísraelsmanna var mótmælt víða um heim í gær en ísraelsk stjórnvöld segjast fyrst og fremst vera bregðast við flugskeytaárásum Hamas liða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×