Innlent

Allir greiðsluseðlar rafrænir

Frá og með áramótum verða allir greiðsluseðlar Íbúðalánsjóðs sendir út með rafrænum hætti. Þetta minnkar pappírsnotkun og sparar peninga auk þess að vera umhverfisvænna.

Seðlarnir birtast í heimabanka viðskiptavina sjóðsins. Þeir sem þess óska geta fengið pappírsseðla senda til sín. Nú þegar eru greiðslumat, lánsumsóknir og flestar þjónustubeiðnir rafræn hjá sjóðnum.

Hluti seðilgjaldsins verður felldur niður við breytinguna. Gjaldtaka er þó ekki horfin því 75 króna greiðslugjald þarf að reiða af hendi.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×