Erlent

Árásir Ísraelsmanna á Gaza héldu áfram í morgun

Frá Gazasvæðinu
Frá Gazasvæðinu

Ísraelsmenn héldu áfram loftárásum á Gazaströndina í morgun. Að minnsta kosti einn lét lífið þegar sprengjur lentu á skólabyggingu en alls hafa rúmlega 400 manns látið lífið síðan árásirnar hófust fyrir viku.

Ekkert lát virðist á loftárásum Ísraelsmanna á Gazaströndina og voru að minnsta kosti 35 árásir gerðar í nótt og í morgun. Einn lét lífið þegar sprengjur lentu á skóla í norðvesturhluta Gaza. Þá hafa talsmenn Hamas liða viðurkennt að einn leiðtogi þeirra hafa látið lífið í loftárásunum.

Ísraelsmenn hafa hótað frekari hernaðaraðgerðum og er landher þeirra með mikinn viðbúnað við landamæri Gaza. Ástandið á Gaza er nú mjög alvarlegt og hafa Sameinuðu Þjóðirnar varað við vaxandi matar- og lyfjaskorti á svæðinu. Ísraelsmenn hófu árásirnar til að bregðast við flugskeyta árásum Hamas-liða. Alls hafa tæplega 430 Palestínumenn látið lífið og um 2000 særst síðan árásirnar hófust fyrir viku. Árásunum var mótmælt víða um heim í gær meðal annars á Vesturbakkanum.

Bandaríkjamenn reyna nú að miðla málum en Bush bandaríkjaforseti telur hins vegar að Hamasliðar beri mesta sök á ástandinu. Hann sakar samtökin fyrir að einblína of mikið á hernað í stað þess að byggja upp innviði samfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×