Innlent

Dansóður skemmtistaðagestur sparkaði í andlit annars

Frá miðbæ Reykjavíkur.
Frá miðbæ Reykjavíkur.

Afspyrnu rólegt var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í nótt, aðeins 48 verkefni eru bókuð í dagbók lögreglunnar frá kl. 23:00 í gærkvöldi til 07:00 í morgun.

Ökumaður grunaður um ölvun við akstur í Garðabæ ók utan í tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra kastaðist á ljósastaur og skemmdist, allar bifreiðarnar þrjár eru nokkuð skemmdar. Ökumaðurinn gistir fangageymslur og bíður yfirheyrslu með morgninum

Þá var bifreið ekið á ljósastaur á Suðurlandsbraut, tiltrög þess eru ókunn, tveir aðilar fluttir á slysadeild ekki vitaðu um meiðsl. Aðilarnir voru af erlendu bergi brotnir og sökum tungumálaerfiðleika var ekki unnt að ræða við þá að sinni um tildrög slyssins.

4 piltar á leið niður Hverfisgötu gerðu sér að leik að sparka í bifreiðar og brjóta af þeim spegla í námunda við danska Sendiráðið í nótt. Þá fengu nærliggjand stætóskýli að kenna á spörku og höggum, vitni að atburðinum kölluðu til lögreglu er handtók mennina við Lækjargötu. Þeir gátu ekki upplýst hvað þeim gekk til. Þeim var sleppt eftir skýrslutökur.

Þá voru rúðubrjótar á ferð í höfuðborginni í nótt, 9 rúður brotnar í veitingahúsi í Hafnarfirði, tvær rúður brotnar í leikskóla í Breiðholti og ein stór rúða brotin í húsi í austurborginni.

Þá varð dansæði eins gestar á skemmtistað í miðborginni þess valdandi að einn gestur lá óvígur eftir en dansarinn gerðist full ákafur í dansi sínum og stökk upp á borð og dansaði í hringi, í einum snúningnum þá sparkaði hann „óvart" í andlit eins gests með þeim afleiðingum að hann fékk högg við auga og skurð á augabrún og varð talsvert ringlaður á eftir, hann leitaði sér aðhlynningar á slysadeild. Dansarinn róaðist nokkuð við þetta og var frjáls ferða sinna.

Að lokum má geta þess að líkt og Vísir hefur greint frá þá barst lögreglunni tilkynning kl 18:54 í gærkvöldi um að ungur maður vopnaður skotvopni væri staddur í Breiðagerði í Reykjavík. Allt tiltækt lögreglulið frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannsins.

Kl. 23:43 gaf maðurinn sig fram mótþróalaust, og afhenti lögreglu skotvopnið. Maðurinn er vistaður á viðeigandi stofnun meðan málið er rannsakað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×