Innlent

Þrettándi mótmælafundurinn á Austurvelli

Frá mótmælafundi í haust.
Frá mótmælafundi í haust.

Raddir fólksins boða til mótmælafundar á Austurvelli á morgun laugardag klukkan 15. Sem fyrr er yfirskrift fundarins ,,Breiðfylking gegn ástandinu." Þetta er 13. laugardaginn í röð sem samtökin halda mótmælafund á Austurvelli.

Dagný Dimmblá 8 ára grunnskólanemi mun ávarpa fundinn. Ræðumenn verða Þóra Ísleifsdóttir, kennari og grafiskur hönnuður, og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.

Þetta er 13. laugardaginn í röð sem Raddir fólksins halda mótmælafund á Austurvelli.

Í dag kröfðust Raddir fólksins að Árni Mathiesen segði af sér sem fjármálaráðherra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×