Innlent

Halldór Ásgrímsson enn í öndunarvél

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson.

Halldóri Ásgrímssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar hefur hann legið í um tíu daga. Halldór veiktist af lungnabólgu í desember og að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeildinni er ástand hans óbreytt.

Svæsin lungnabólga mun vera ein algengasta ástæða þess að fólk lendi í öndunarvél. Allajafna tekur um viku að ráða niðurlögum bólgunnar með sýklalyfjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×