Innlent

Opið í Tindastóli og Hlíðarfjalli

Frá Hlíðarfjalli
Frá Hlíðarfjalli MYND/ÆGIR

Opið er á skíðasvæðinu í Tindastóli og Hliðarfjalli fyrir norðan til klukkan 16:00 í dag. Á Akureyri var klukkan átta í morgun 0 gráður og logn. Þá hefur snjóað þar síðan klukkan tvö í nótt. Greinilegt er að skíða- og snjóbrettaiðkun fer vel af stað á árinu 2009.

Þá er einnig 0 gráður í Tindastóli og suðvestan 4 m/sek. Lítilsháttar snjókoma er á svæðinu en nægur og góður snjór. Einnig er göngusvæðið troðið og góður snjór á því.

Þá er einnig opið á skíðasvæðinu á Dalvík til klukkan 16:00 í dag. Þar er logn og fínt skíðaveður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×