Erlent

Þúsundir mótmæltu á Vesturbakkanum

Að minnsta kosti einn lét lífið og fimm særðust í loftárásum Ísraelshers á Gazaströndina í dag. Til átaka kom á Vesturbakkanum þegar þúsundir manna mótmæltu árásum Ísraelsmanna.

Um fjögur hundruð manns hafa látið lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gazaströndina undanfarna viku. Á sama tíma hafa fjórir Ísraelsmenn látið lífið í flugskeytaárásum Hamasliða á Ísrael.

Einn lét lífið og fimm særðust í loftárásum ísraelsmanna í dag.

Þúsundir manna fylgdu Nizar Rayan, hátt settum meðlimi Hamas-samtakanna til grafar í dag. Rayan lét lífið ásamt eiginkonum sínum og ellefu börnum þegar ísraelsmenn sprengdu heimili hans í loft upp í gær. Gríðarlega mikil reiðir var meðal fylgdarmanna sem hrópuðu slagorð gegn Ísrael og kröfðust hefnda.

Árásum Ísraelsmanna var víða mótmælt í dag meðal annars í Jórdaníu, Tyrklandi og Ástralíu.

Á Vesturbakkanum kom til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda sem brenndu ísraelska fána og köstuðu grjóti í átt að hermönnum.

Bandaríkjamenn reyna nú að miðla málum til að koma í veg fyrir að átökin stigmagnist enn frekari.






Tengdar fréttir

12 milljónir í neyðaraðstoð á Gaza

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita rúmum tólf milljónum íslenskra króna til mannúðaraðstoðar „vegna hörmungarástandsins á Gaza," eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Viðbúnaður í Jerúsalem af ótta við hefndaraðgerðir

Mikill viðbúnaður er í Jerúsalem í dag vegna ótta við hefndaraðgerðir Hamas liða vegna linnulausra loftárása Ísraela á Gasa svæðið sem staðið hafa í heila viku. Hamas samtökin höfðu hvatt Palestínumenn til þess að bregðast við árásunum í dag en til þessa hefur verið tiltölulega rólegt í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×