Erlent

Caracas er morðhöfuðborg heimsins

Caracas, höfuðborg Venesúela.
Caracas, höfuðborg Venesúela.

Borgin Caracas í Venesúela hlýtur þann vafasama heiður að vera morðhöfuðborg heimsins samkvæmt nýútkominni bandarískri skýrslu. Á síðasta ári voru að meðaltali framin 130 morð á hverja eitt hundrað þúsund íbúa þar í borg. Bara í síðastliðnum desembermánuði voru framin að minnsta kosti 510 morð.

Höfðaborg í Suður Afríku er í öðru sæti á listanum en í því þriðja kemur New Orleans í Bandaríkjunum. Moskva er í fjórða sæti og Port Moresby í Papúa í Nýju Gíneu í því fimmta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×