Innlent

Atvinnuleysi minnkaði

Guðmundur Gunnarsson.
Guðmundur Gunnarsson.
Atvinnuleysi rafiðnaðarmanna minnkaði í desember, samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar. Rafiðnaðarmenn voru þar 62 talsins í þessum mánuði, flestir þeirra tæknifólk og rafvirkjar. Þeim hafði fækkað um níu frá því í nóvember og var fækkunin öll hjá rafvirkjum.

„Það fækkaði hjá okkur á atvinnuleysisskrá í desember og kom okkur verulega á óvart en hjá rafiðnaðarmönnum hefur fjölgað í heild sinni um níu en fækkað hjá rafvirkjum," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.- ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×