Forstjóri rekinn eftir samning við Símann 3. janúar 2009 04:00 Þórdís J. Sigurðardóttir „Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira