Innlent

Stal skammbyssu frá pabba

Frá leitinni af piltinum í gærkvöldi.
Frá leitinni af piltinum í gærkvöldi.

Maðurinn sem lögregla leitaði að í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um vopnaðann mann í Gerðahverfi í Reykjavík er sextán ára gamall og hefur komið við sögu lögreglu áður.

Lögregla hóf strax mikla leit að piltinum sem fannst síðan hjá ættingjum sínum í Breiðholti rétt fyrir miðnætti. Ættingjarnir gerðu lögreglu viðvart og gaf pilturinn sig fram mótþróalaust en hann var síðan færður á viðeigandi stofnun.

Pilturinn var með hlaðna skammbyssu í fórum sínum en hana hafði hann tekið ófrjálsri hendi. Faðir piltsins er skráður fyrir byssunni og hefur fyrir henni tilskilin leyfi. Unnið er að frekari rannsókn málsins að svö stöddu. Þetat kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.








Tengdar fréttir

Byssumaðurinn fundinn

Maðurinn sem lögreglan leitaði að í gærkvöld og talið var að væri vopnaður er fundinn. Mikill viðbúnaður var í Gerðahverfi í kvöld vegna mannsins og óttaðist lögregla að vegfarendum og íbúum í hverfinu stafaði ógn af honum. Maðurinn var vopnaður að sögn lögreglu.

Sérsveitin leitar byssumannsins - Myndband

Lögreglan fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi um vopnaðan mann í Gerðahverfi í Reykjavík. Mikill viðbúnaður fór í gang vegna mannsins og óttaðist lögregla

Vopnaður maður í Gerðunum

Lögreglan er með mikinn viðbúnað í Gerðahverfi í Reykjavík en grunur leikur á að maður vopnaður byssu sé á ferð umhverfið. Liðsmenn sérsveitarinnar og sjúkraflutningamenn hafa verið kallaðir til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×