Innlent

Einn handtekinn vegna kannabisræktunar í Breiðholti

Frá vettvangi
Frá vettvangi MYND/STÖÐ 2

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur einn verið handtekinn í tengslum við kannabisræktun í bílskúr í Breiðholti. Málið er í rannsókn og vers lögregla allra frétta af málinu.

Ræktunin uppgötvaðist fyrir um klukkutíma síðan í bílskúr við Stelkshóla í Breiðholti.

Lögregla segir manninn ekki einn af „góðkunningjum“ lögreglunnar en um er að ræða töluvert magn af kannabisi. Tæknideildin vinnur nú í því að ná utan um málið og verður maðurinn yfirheyrður síðar í dag.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×