Innlent

Brenndist illa þegar olíulampi sprakk

Kona sem brenndist illa eftir að olíulampi sprakk í höndunum á henni ítrekar fyrir fólki að varlega í kringum slíka lampa. Ingunn Hauksdóttir fékk olílampa í afmælisgjöf nú um jólin. Lampann ætlaði hún svo að nota um síðustu helgi en þá vildi ekki betur til en svo en að hann sprakk í höndunum á henni.

,,Rétt búin að tendra hann lyfta honum svona upp og færa og ætlaði að snúa mér við og labba með hann út þá bara sprakk hann í höndunum á mér innan fjögurra fimm sekúndna," segir Ingunn.

,,Maðurinn stóð við hliðina á mér og hann fékk bara hellur fyrir eyrun og tengdadótturinn aðeins fyrir aftan og hún sá bara eldhaf næstum upp í loft og þetta var bara hræðilegt sjokk."

Eldurinn festist meðal annars í hári Ingunnar og þá hlaut hún annars stigs brunasár á báðum höndum. ,,:aðurinn minn elti mig hérna um eldhúsið og burstaði af mér eldglæringarnar."

Ingunn notaði rauðspritt í lampann í stað olíu en ekki liggur þó fyrir hvað olli því lampinn sprakk. ,,Mér dettur bara í hug að það hafi farið eldglæring ofan í lampann en ég sé það ekki í hendi mér hvernig það hefur gerst."

Ingunn ítrekar fyrir fólki að fara varlega með olíulampa og helst ekki hreyfa þá eftir að búið er að tendra þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×