Innlent

Sérsveitin leitar byssumannsins - Myndband

Lögreglan fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi um vopnaðan mann í Gerðahverfi í Reykjavík. Mikill viðbúnaður fór í gang vegna mannsins og óttaðist lögregla að vegfarendum og íbúum í hverfinu stafaði ógn af manninum.

Í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að sex merktir lögreglubílar hafi verið notaðir við leitina auk tveggja ómerktra bíla frá sérsveitinni. Lögreglumenn voru klæddir skotheldum vestum.

Maðurinn gaf sig síðan fram í Breiðholti þegar klukkuna vantaði sautján mínútur í miðnætti þar sem hann afhenti lögreglu skotvopnið.

Maðurinn er vistaður á viðeigandi stofnun á meðan málið er rannsakað, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Myndskeið af leit lögreglunnar má sjá með þessari frétt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×