Fleiri fréttir

Gaf sig fram eftir skotárás í Óðinsvéum

Tæplega þrítugur Líbani gaf sig fram við lögreglu í Óðinsvéum í Danmörku í gær vegna skotárásar á tvo Ísraela í verslunarmiðstöð þar í borg á gamlársdag.

Stunginn til bana í Kaupmannahöfn

Tæplega fertugur maður lést af völdum hnífstungu á skemmtistað í Kaupmannahöfn á gamlárskvöld en þar fór fram áramótadansleikur.

Skæð innflúensa í Bretlandi

Breskir sjúkdómafræðingar vara nú við inflúensunni H1N1 sem engin lyf vinna á og talið er hugsanlegt að muni skjóta sér niður í Bretlandi á næstunni.

Grunuð um að bana ungum syni sínum

Tæplega þrítug bresk móðir var handtekin í vikunni, grunuð um að hafa orðið tæplega tveggja ára gömlum syni sínum að bana. Miklir áverkar voru á líki drengsins en hann lést skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús á mánudaginn.

Skelfilegt að þurfa að yfirgefa átta manns í snjóflóði

Maður sem komst lífs af í snjóflóðinu í kanadísku Klettafjöllunum í síðustu viku segir það hafa verið skelfilega erfiða ákvörðun að skilja átta ferðafélaga sína eftir, grafna undir snjóflóðinu, til að bjarga sínu eigin lífi.

Bleikt Fréttablað í dag

Fréttablaðið er bleikt að lit í dag og mun verða svo nokkra næstu daga. Ástæðan er sú að verið er að nýta pappírsbirgðir sem ella hefðu farið til spillis.

Sænskur Íraki í haldi vestra

Sænskur Íraki hefur verið í haldi Bandaríkjamanna í Írak frá því í maí. Sænsk stjórnvöld hafa ekki fengið upplýsingar um fyrir hvað hann er ákærður. Maðurinn er í fangelsi með um 5.000 öðrum föngum, að sögn Dagens Nyheter.

Telja óþarft að kjósa um aðildarviðræður

Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt.

Fengu þrjá laxa á nýársdag

Tveir félagar hrósuðu happi í gær þegar þeir fengu þrjá laxa í Eystri-Rangá. „Ég er eiginlega viss um að það hafa ekki verið veiddir laxar fyrr á árinu," segir Kristján Þ. Davíðsson annar veiðimannanna og framkvæmdastjóri í gamla Glitni.

Þurfum ekki Nýja Ísland hf.

„Við þurfum samstöðu, þjóðarsátt um endurreisn. Ekki Nýja Ísland hf.!“ sagði biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson í nýárspredikun sinni í gær. Hann hvatti þjóðina til að koma auga á tækifæri nýrra tíma, þótt margir líti „rústir einar, vonleysi og sorta fram undan“.

Ísrael sér lengra en Ingibjörg

„Ingibjörg Sólrún segist ekki koma auga á rökin fyrir sambandsslitum við Ísraelsríki. Ég hef grun um að ísraelsk stjórnvöld kæmu auga á þessi rök," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG.

Nærri tífalt yfir heilsumörkum

Svifryksmengun í Reykjavík eftir miðnætti á gamlárskvöld mældist 425 míkrógrömm þar sem hún var mest, við Melatorg. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Bætur hafa verið hækkaðar

Hækkun atvinnuleysisbóta, sem átti að koma til framkvæmda 1. mars, var flýtt til 1. janúar. Gert er ráð fyrir að bæturnar hækki um 13.500 krónur, til samræmis við lægstu laun á almennum vinnumarkaði.

Grunaður um að skjóta Ísraela

Lögregla í Óðinsvéum í Danmörku hefur handtekið mann af palestínskum uppruna sem grunaður er um að hafa skotið og sært tvo Ísraelsmenn í verslunarmiðstöð á gamlársdag.

Telur eðlilegt að allir lækki

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegt að allir taki á sig launalækkun og leggi þannig sitt af mörkum til að taka á stöðu efnahagsmála þjóðarinnar. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, telur það einnig eðlilegt.

Lambakjötsát helsta einkenni Íslendinga

Við Íslendingar vorum tæplega 320 þúsund talsins þann 1.desember síðastliðinn, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands sem vakir yfir okkur og auðveldar naflaskoðun með útgáfu ritsins Ísland í tölum 2008-2009.

Kreppan kallar á nýja nálgun

Aðstandendur skógræktarverkefnisins Kolviður munu breyta markaðsherferð í ljósi breyttra aðstæðna að sögn Björgólfs Thorsteinssonar, stjórnarmanns í Kolviði og formanns Landverndar. Herferð verður ýtt úr vör í febrúar og mun beinast að miklu leyti að erlendum ferðamönnum en einnig verður leitast við að fá fyrirtæki til að kolefnisjafna bílaflota sinn.

Mann vantar í girðingarvinnu

„Svavar Gestsson sendiherra spyrst fyrir um mann til að taka að sér girðingarvinnu í Hólaseli með vorinu. Sjálfur mun hann leggja til allt girðingarefnið,“ segir á vefsetri Reykhólahrepps þar sem vísað er til smáauglýsingar sendiherrans á vefnum.

Obama og Pelosi funda

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með flokkssystur sinni Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á mánudaginn. Þau ætla að fyrirhugað frumvarp sem ætlað er að koma hjólum bandarísks efnahagslífs á fullt á nýjan leik, en fjármálakreppan lék landið illa á seinasta ári.

Eldur í ókláruðu húsi í Garðabæ

Slökkvilið var kallað að hálfbyggðu húsi í Borgarási í Garðabæ á sjöunda tímanum í kvöld en svo virðist sem að kveikt hafi verið í drasli í miðju húsinu. Það tök slökkvilið skamma stund að slökkva eldinn. Húsið er fokhellt og eru skemmdir á gleri og gluggakörmum.

Hörður Torfason harmar atburðina á Hótel Borg

Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist.

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Krossa laust fyrir klukkan 15 í dag með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést. Hálka var á veginum.

Spreyjað á hús Björgólfs Thors

Skemmdir voru nýverið unnar á húsnæði Björólfs Thors Björgólfssonar, ríkasta manns Íslands, og eiginkonu hans Kristínar Ólafsdóttur í Láglandi í Fossvogshverfi. Á húsið voru spreyjaðar myndir af Björgólfi og Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Undir myndirnar er ritað fæðingarár þeirra og ártalið 2009.

Flugeldasala minni en í fyrra

Gleðskapur næturinnar fór fram með hefðbundnum hætti. Flugeldasala var þó töluvert minni fyrir þessi áramót en í fyrra og komu öllu fleiri verkefni inn á borð lögreglunnar en venja er.

Jákvæðni og þrautseigja

Þrautseigja, skýr markmiðssetning og mikil jákvæðni eru ráðin sem silfurdrengirnir frá Peking gefa þjóðinni til að vinna sig út úr kreppunni. Fréttastofa Stöðvar tvö valdi íslenska karlalandsliðið í handbolta Menn ársins 2008.

Fyrsta barn ársins fæddist í uppblásinni laug

Jochum Helgi Baldursson er fyrsta barn ársins 2009. Hann fæddist í heimahúsi rétt eftir miðnætti. Gamlárskvöld var með rólegasta móti framan af hjá fjölskyldunni. En litli drengurinn hafði látið bíða eftir sér því móðirin var sett á jóladag.

Afbrotum fækkaði um þriðjung í Reykjavík

Samkvæmt bráðabirgðatölum fækkaði sérrefsilagabrotum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um 30% á seinasta ári í samanburði við árið 2007. Á sama tímabili fækkaði umferðarlagabrotum um 15% en hegningarlagabrotum fjölgaði hinsvegar um 10%. Munar þar mestu um aukningu hnupl- og fjársvikamála. Þetta kemur fram í úttekt á afbrotum og verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2008.

Hvetja til sátta í gasdeilu

Bandaríkjamenn hvöttu í dag til þess að eðlilegt flæði á gasi yrði áfram tryggt frá Rússlandi til Úkraínu. Rússneski orkurisinn Gazprom skrúfaði fyrir gas til Úkraínumanna í morgun vegna deilna um greiðslur og verð á gasi fyrir 2009. Fulltrúar Gazprom segja Úkraínumenn ekki hafa borgað en það segja ráðamenn í Kænugarði rangt.

Ólafsfjarðarvegur lokaður vegna umferðarslyss

Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við Árskógssand við bæinn Krossa laust fyrir klukkan þrjú í dag þegar tveir bílar lentu saman. Af þeim sökum er vegurinn lokaður. Ekki fengust nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Forystumaður í Hamas felldur

Nizar Rayan, einn æðsti leiðtogi Hamas-samtakanna, féll í loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðið í dag. Sprengjum var varpað á heimili Rayan. Sex Palestínumenn til viðbótar féllu í þeirri árás, þar á meðal ættingjar Rayans.

Ellefu sæmdir fálkaorðunni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Stunguárásin í 10-11: Fórnarlambið útskrifað

Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild var stunguárásin í 10-11 nokkuð alvarleg. Maðurinn var með tvö stungusár annað í andliti og hitt á brjóstkassa. Hann hefur nú verið útskrifaður af slysadeild. Maður réðst að honum um hálf ellefu leytið í morgun og veitti honum áverka á herðablaði. Lögregla telur sig vita hver árásarmaðurinn sé.

Skrúfað fyrir gas til Úkraínu

Rússneka orkufyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir gas til Úkraínu. Það var gert vegna deilna um ógreidda reikninga og verð á gasi fyrir árið 2009. Evrópubúar óttast gasskort því Gazprom er með fjóðurngs markaðshlutdeild á Evrópusambandssvæðinu og gas flutt í gegnum leiðslur sem liggja um Úkraínu.

Obama álíka vinsæll og Reagan

Þrír fjórðu Bandaríkjamanna telja Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, sterkan og einarðan leiðtoga. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar. Forseti Bandaríkjanna hefur ekki fengið jafn góða útkomu hvað þetta varðar í nærri þrjá áratugi.

Segist bera ábyrgð á stjórn landsins

„Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu. Geir sagði að hann sem forsætisráðherra bæri ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð myndi hann axla, hvort sem siglt væri um lygnan sjó eða þungan.

Milljónatjón vegna mótmælanna í gær

Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni.

Hent fram af svölum í Vogunum

Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á suðurnesjum í nótt og var talsverður erill. Ein þeirra var í Vogunum þar sem menn gengu í skrokk á íbúa í blokk, sem endaði með því að manninum var hent fram af svölum. Maðurinn kenndi til í baki og fótum og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Árásaraðilinn var handtekinn og gistir nú fangageymslur lögreglunnar.

Ekki þurfti að kalla út slökkvibíl á Akureyri

Ekki þurfti að kalla út slökkvibíla slökkviliðsins á Akureyri á nýársnótt sem telst mjög gott að sögn Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra á Akureyri. Áramótafögnuður Akureyringa og nærsveitunga fór því afar vel fram. Sjúkrabílar liðsins voru kallaðir 6 sinnum út í minni háttar óhöpp.

59 létu lífið á áramótafögnuði í Bangkok

59 manns létu lífið á næturklúbbi í borginni Bangkoka á Tælandi í gærkvöldi og að minnsta kosti 180 eru slasaðir eftir að eldur kom upp á næturklúbbnum. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum.

Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn

Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins.

Fyrsta barn ársins fæddist í heimahúsi

Fjórar mínútur yfir miðnætti í gærkvöldi fæddist drengur í heimahúsi í Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt því sem Vísir kemst næst er þetta fyrsta barn ársins en drengurinn var 16 merkur og rúmlega fjögur kíló. Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir sem tók á móti drengnum segir allt hafa gengið eins og í sögu.

Sjá næstu 50 fréttir