Erlent

Viðbúnaður í Jerúsalem af ótta við hefndaraðgerðir

Þúsundir manna voru viðstaddir jarðarför á Gasa svæðinu þegar Nizar Rayan, leiðtogi Hamas var borinn til grafar ásamt fjölskyldu sinni í gær.
Þúsundir manna voru viðstaddir jarðarför á Gasa svæðinu þegar Nizar Rayan, leiðtogi Hamas var borinn til grafar ásamt fjölskyldu sinni í gær.

Mikill viðbúnaður er í Jerúsalem í dag vegna ótta við hefndaraðgerðir Hamas liða vegna linnulausra loftárása Ísraela á Gasa svæðið sem staðið hafa í heila viku. Hamas samtökin höfðu hvatt Palestínumenn til þess að bregðast við árásunum í dag en til þessa hefur verið tiltölulega rólegt í borginni.

Öllum mönnum undir fimmtugu var bannað að koma í moskur í Jerúsalem í dag og hefur landamærunum að Vesturbakkanum verið lokað. Þúsundir lögreglumanna hafa verið á verði í borginni í dag. Í nótt var gerð loftárás á mosku á Gasa svæðinu auk þess sem höfuðstöðvar Hamas urðu fyrir árásum. Einn lést í árásunum í það minnsta en Palestínumenn segja að 421 hafi látist í vikunni af völdum sprengjuregnsins og rúmlega tvö þúsund slasast.

Erlendum ríkisborgurum sem verið hafa innilokaðir á Gasa frá því árásirnar hófust var leyft að yfirgefa svæðið í dag auk þess sem Ísraelsmenn hleyptu mannúðarsamtökum inn á svæðið með hjálpargögn.

Þúsundir manna voru viðstaddir jarðarför á Gasa svæðinu þegar Nizar Rayan, leiðtogi Hamas var borinn til grafar ásamt fjölskyldu sinni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×