Innlent

Framboðsfrestur hjá VR framlengdur

Gunnar Páll Pálsson formaður VR á félagsfundi sem var haldinn í nóvember.
Gunnar Páll Pálsson formaður VR á félagsfundi sem var haldinn í nóvember.

Kjörstjórn VR hefur ákveðið að framlengja framboðsfrest til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins fram til mánudagins 12. janúar næstkomandi.

Í tilkynningu frá kjörstjórninni segir að þetta sé gert vegna þess að alvarlegur misskilningur hafi komið upp hvað varði reglur samkvæmt lögum VR um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins í tengslum við framboðsfrest sem auglýstur hafi verið til 22. desember síðastliðins.

Ástæða sé til að ætla að þetta hafi orðið til þess að einhverjir félagsmenn VR sem höfðu áhuga á að bjóða sig fram til forystu í félaginu hafi ekki skilað inn framboðum fyrir tilsettan tíma. Auglýsingar um breyttan framboðsfrest verða birtar í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×