Innlent

Páll gæti orðið vanhæfur vegna starfa í rannsóknarnefndinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Hreinsson hæstaréttardómari.
Páll Hreinsson hæstaréttardómari.

Páll Hreinsson hæstaréttardómari gæti orðið vanhæfur í málum sem kunna að koma á borð Hæstaréttar vegna hruns bankanna, hafi málin verið til rannsóknar hjá nefnd sem rannsakar hrun bankanna. Þetta er mat Bjargar Thorarensen, forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Páll var skipaður formaður nefndarinnar fyrir áramót. Björg segist þó ekki telja að Hæstiréttur verði í heild sinni vanhæfur vegna starfa Páls í nefndinni.

Björg segir að það sé krafa samfélagsins að bankahrunið verði rannsakað. Þau úrræði sem gripið er til með skipan rannsóknarnefndarinnar séu til að bregðast við sérstökum aðstæðum sem eigi sér ekki fordæmi.















Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands.


„Það er uppi krafa um að það verði rannsakað hvernig þetta bar að og hver aðdragandinn að þessu er. Það er eðlileg krafa í samfélaginu, án þess að það fari fram lögreglurannsókn strax í byrjun. En það er náttúrlega líka búið að ákveða að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka þætti sem kunna að vera refsiverðir," segir Björg.

Björg segir að frumvarpið um skipan rannsóknarnefndarinnar hafi breyst nokkuð við meðferð þess í þinginu og bætt hafi verið úr mörgum hnökrum sem hafi verið á því fyrst þegar það var lagt fram. Til dæmis hafi upphaflega verið gert ráð fyrir að hæstiréttur tilnefndi sjálfur mann í nefndina sem jafnframt yrði forma. Í því frumvarpi sem varð að lögum var hins vegar gert ráð fyrir að forsætisnefnd Alþingis skipaði mann í nefndina úr hópi Hæstaréttardómara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×