Innlent

Vill rauðgrænt bandalag með Samfylkingu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill mynda rauðgrænt bandalag með Samfylkingunni. Í viðtali við DV segist Steingrímur sannfærður um að boðað verði til þingkosninga á næstu mánuðum. Það sé lýðræðislegasta leiðin til að endurheimta það traust sem seitlað hefur út úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum frá upphafi bankahrunsins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsaðildar myndi ráða úrslitum um áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Eðlilegt væri að efna til þingkosninga, ef farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður um Evrópusambandsaðild líkt og Geir Haarde hefur ljáð máls á. Vinstrihreyfingin grænt framboð er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×