Erlent

Áramótunum seinkaði um sekúndu

Það var ekki bara hlaupár í fyrra heldur var einni hlaupsekúndu bætt við um áramótin. Það gerðu sérfræðingar í Frakklandi til að jafna klukkur heims við snúning jarðar.

Árið 2009 lét bíða eftir sér í heila eina sekúndu á miðnætti. Þetta var aukasekúnda, hlaupasekúnda einskonar, en þær mælast á nokkurra ára fresti. Sekúndunni í gær var bætt við til að stilla saman atómklukkur sérfræðinga við snúning jarðar. Sérstök stofnun staðsett í París sem sér um að passa upp á þetta tilkynnti fyrir nokkru um aukasekúnduna. Breytingin er gerð með sértöku tölvuforriti sem tryggir að klukkur í farsímum og tölvum stilla sig í samræmi við þetta þegar tækin nema tímamerki í gegnum netið frá stofnuninni.

Málið er að á meðan atómklukkur eru nákvæmar er snúningur jarðar það ekki. Margt hefur áhrif til að tefja snúnin jarðar, vindar sólar, rafsegulstormar, andrúmslofið eða jafnvel jarðskjálftar. Þetta þýðir að gera þarf breytingar um mitt ár eða áramót nema hvort tveggja sé. Síðast var bætt við sekúndu í lok árs 2005 en þar á undan þarf að fara aftur til 1998. Þar áður gerðist það nær árlega.

Það er því hætt við að einhverjir hafi fagnað nýju ári aðeins og snemma um miðnætti en það kemur vonandi ekki að sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×