Innlent

Mótmælandi óttast borgarastyrjöld

Eva Hauksdóttir mótmælandi.
Eva Hauksdóttir mótmælandi.

Undanfarna daga hefur ítrekað verið ráðist að húsi við Vesturgötu þar sem Eva Hauksdóttir mótmælandi rekur Nornabúðina. Þetta kemur fram á fréttavefnum Smugunni.

Þar er sagt frá því að flösku hafi verið kastað í rúðu í íbúð á sömu hæð og búðin er og hafi ytra gler í rúðunni brotnað. Í fyrrinótt og svo aftur í nótt hafi þungum netasökkum verið kastað inn í gegnum rúður í búðinni. Nágrannar hafi hringt í lögreglu og náð bílnúmeri á bíl sem sást aka í burtu.

„Óskað var eftir því að lögregla nýtti sér eftirlitsmyndavélar við sendiráðin til að rannsaka málið, en lögreglan hnussaði yfir því, enda væri þetta bara rúðubrot," hefur Smugan eftir Evu. Hún segist óttast að málin geti farið úr böndunum með ofbeldi og að reynt verði að koma á klíkustríði sem geti verið vísir að borgarastyrjöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×