Innlent

Myrká mest selda bók ársins

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. Mynd/Ralph Baumgartner

Það kemur væntanlega fáum á óvart en það var Arnaldur Indriðason sem átti mest seldu bók ársins samkvæmt sölulista Pennans/Eymundsson. Myrká trónir á toppnum en í öðru sæti er Þúsund bjartar sólir, eftir Khaleid Hosseini í kiljuformi.

Þriðja sætið vermir Dísa ljósálfur eftir G.T. Rotman og Aska Yrsu Sigurðardóttur sem kom út í fyrra er í fjórða sætinu en hún kom út í kilju á árinu.

Önnur kilja er í fimmta sætinu, Áður en ég dey eftir Jenny Downham og ljósmyndabókin Lost in Iceland er í sjötta sætinu.

Einar Kárason er í því sjöunda með Ofsa og Steinsmiðurinn eftir Camillu Läckberg er í áttunda sætinu. Andrés Önd og félagar eru í níunda sætinu með Risa syrpu og Friðþæging Ians McEwan er í tíunda sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×