Erlent

Frakkar stöðva sjóræningja

Franskt herskip í kom í gær í veg fyrir að sómalskir sjóræningjar næðu flutningaskipi á sitt vald á Adenflóa úti fyrir ströndum Sómalíu.

Herskipið brást við neyðarkalli frá flutningaskipinu og náði að hrekja sjóræningjana í burtu áður en þeim tókst að komast um borð í skipið. Átta sjóræningjar voru teknir höndum.

Í síðasta mánuði sendi Evrópusambandið fjögur herskip til að vakta siglingaleiðina á hafsvæðinu við strendur Sómalíu. Um fjörtíu skipum var rænt á þessu slóðum á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×