Innlent

Alvarlegt ef formaður VR þekkir ekki reglur félagsins

Lúðvík Lúðvíksson hér til vinstri á myndinni.
Lúðvík Lúðvíksson hér til vinstri á myndinni.

Við vorum beitt misrétti segir hópur sem undirbjó mótframboð gegn stjórn VR. Í ljós hefur komið að framboðið stenst ekki lög félagsins en starfsmenn VR höfðu áður lagt blessun sína yfir það. Forsvarsmaður hópsins segir alvarlegt ef formaður félagsins þekki ekki reglur þess.

Kjörstjórn VR sendi frá sér samþykkt í gær þar sem fram kom að alvarlegur misskilningur hafi komið upp hvað varðar reglur skv lögum VR um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins.

Framboðsfresturinn var auglýstur 22. Desember sl. Í samþykktinni segir að ástæða sé til að ætla að einhverjir félagsmenn VR sem höfðu áhuga á að bjóða sig fram til forystu í félaginu hafi ekki skilað inn framboðum fyrir tilsettan tíma og því hafi framboðsfrestur verið framlengdur til 12. Janúar.

Lúðvík Lúðvíksson, félagsmaður í VR, sem fer fyrir framboði á móti Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, segir að komið hafi upp úr krafsinu að lög félagsins heimili ekki fullt framboð. Starfsmenn VR hafi aftur á móti veitt þeim upplýsingar um reglur félagsins og blessað það að farið yrði fram með nýjan framboðslista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×