Innlent

Krafist gæsluvarðhalds yfir 10-11 árásarmanni

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem var handtekinn seinni partinn í gær, grunaður um að hafa stungið mann í verslun 10-11 í gærmorgun.

Tveir menn voru handteknir í gær, en öðrum þeirra hefur verið sleppt, að sögn Gísla Þorsteinssonar rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild í gær en útskrifaður þaðan samdægurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×