Innlent

Jákvæð fyrir þingkosningum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vill að efnt verði til þingkosninga, ef farið verður í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður um Evrópusambandsaðild. Stjórnarsamstarfið veltur á afstöðu Sjálfstæðisflokksins í ESB málum.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði í áramótaávarpi að til greina kæmi af hans hálfu að fara í svonefnda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsmálin. Það þýðir að fyrst myndi fólk kjósa um hvort yfirhöfuð ætti að fara í viðræðurnar og seinni kosningin yrði um það hvort ganga ætti inn í sambandið, að samningaviðræðum loknum.

Það er nokkuð ljóst að Evrópumálin eru eldfimm og stjórnarsamstarfið veltir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram síðla í janúar.

Formaður Samfylkingar hefur lýst því yfir að hún telji að þjóðin þurfi að hafa skýra valkosti ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu, skynsamlegast væri að gera það eftir að aðildarviðræðum væri lokið. Verði þjóðin hins vegar spurð að því fyrirfram hvort eigi að ræða við ESB...

Ingibjörg Sólrún segist vera þeirrar skoðunar að ekki eigi endilega að takamarka slíkar kosningar um hugsanlegar aðildarviðræður. Eðlilegt sé fyrst verið sé að kalla fólk að kjörborðunum að efna til þingkosninga samhliða slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ingibjörg Sólrún segir það metnaðarmál að samstaða náist um málið og það verði til lykta leitt af Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki sameiginlega. En skoðanir eru greinilga skiptar og má fullyrða að samstarf flokkanna hangi á ESB bláþræði. ,,Það hangir á þessum þræði en hvort það sé bláþráður látum það liggja milli hluta," sagði Ingibjörg og hló.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×