Fleiri fréttir Vilja flugvöllinn burtu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna málamiðlunartillögu um flugvöll á Lönguskerjum í ályktun sem þeir hafa samþykkt og ítreka fyrri afstöðu um að þeir vildu flugvöllinn burt sem fyrst. Skipulag Vatnsmýrarinnar er harðlega gagnrýnt í ályktuninni. 21.8.2005 00:01 Spuni í kollinum á Degi "Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna. 21.8.2005 00:01 Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna." 21.8.2005 00:01 40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum. 21.8.2005 00:01 Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. 21.8.2005 00:01 Leggjast gegn stjórnarskránni Leiðtogar súnní-múslima vara við því að ný stjórnarskrá sem sjía-múslimar og Kúrdar eru að ná samkomulagi um kunni að verða til að staða mála í Írak fari enn versnandi. Þeir hafa biðlað til Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna um að koma í veg fyrir að nýja stjórnarskráin verði samþykkt. 21.8.2005 00:01 Íslam verði meginuppspretta laga Íslam verður „meginuppspretta“ íraskra laga og þingið mun starfa eftir reglum trúarinnar. Þetta eru nýjustu boð samningamanna sem sitja við gerð írösku stjórnarskrárinnar. Þeir eru nú þegar komnir fram yfir þann frest sem þeir gáfu sér í upphafi til að ljúka við fyrstu drög og ef þetta gengur í gegn er greinilegt að sjítar eru farnir að gefa eftir, en þeir hafa verið sammála megináherslu Bandaríkjastjórnar um að aðalatriði stjórnarskrárinnar eigi að snúast um lýðræði og mannréttindi. 20.8.2005 00:01 Strætisvagnabílstjóri á batavegi Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. 20.8.2005 00:01 Vilja starfa nafnlausir í fangelsi Norskir fangaverðir eru farnir að krefjast þess að starfa nafnlausir af ótta við hefndaraðgerðir fanga. Verðirnir vilja fá að skrifa nafnlausar skýrslur og sömuleiðis að bera vitni án þess að nafn þeirra komi fram. Verðirnir segja að fangarnir hóti þeim iðulega og því ættu þeir öryggisins vegna að fá að starfa nafnlaust eða undir dulnefni. 20.8.2005 00:01 Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. 20.8.2005 00:01 Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. 20.8.2005 00:01 Dæmdar bætur vegna áhrifa lyfs Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx 253 milljónir bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Búist er við að þessi upphæð lækki verulega við áfrýjun en hlutabréf í Merck's, sem framleiðir Vioxx, féllu skarpt þegar fréttirnar bárust. 20.8.2005 00:01 Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. 20.8.2005 00:01 Flugvél brotlenti í Frakklandi Flugmaður slökkviliðsflugvélar lést þegar vélin brotlenti í Ardeche-héraði í Suðaustur-Frakklandi í dag. Að sögn flugmálayfirvalda tók vélin þátt í slökkvistarfi á svæðinu en þar loga nú skógareldar. Yfirvöld segja annan mann hafa verið í flugvélinni en hann er ófundinn. Orsök slyssins er ókunn. 20.8.2005 00:01 85% landnema farin frá Gasa Áttatíu og fimm prósent íbúanna í landnemabyggðunum á Gasaströndinni hafa nú yfirgefið heimili sín. Herinn getur ekkert gert í dag til að flytja þá sem eftir eru á brott vegna sabbatsins, hvíldardags gyðinga. Lögreglan telur þó að allar byggðirnar sem á að rýma verði orðnar auðar á mánudag. 20.8.2005 00:01 Páfi ræðir við leiðtoga múslíma Benedikt sextándi páfi er nú í fjögurra daga heimsókn í föðurlandi sínu, Þýskalandi. Í gær ræddi hann við leiðtoga gyðinga í sýnagógu í Köln og varaði við vaxandi gyðingahatri. Í dag hyggst páfinn ræða við leiðtoga múslíma, en um þrjár milljónir manna í Þýskalandi eru múslímar, flestir af tyrkneskum uppruna. 20.8.2005 00:01 Sniglaplága í Danmörku Garðeigendur í Danmörku keppast nú við að drepa Spánarsnigla í tugþúsundatali. Sniglarnir eru orðnir alger plága og virðist fjölga með hverju árinu. 20.8.2005 00:01 Vioxx tekið af markaði hér í fyrra Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx, 253 milljónir Bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Vioxx var mikið notað hérlendis þar til í fyrra. 20.8.2005 00:01 Á þriðja hundrað viðburða Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan. 20.8.2005 00:01 Flóð valda usla í Rúmeníu Flóð halda áfram að valda usla í Rúmeníu, en síðustu fjóra daga hafa 14 manns látist og 1200 þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Alls hafa 200 hús eyðilagst og 5.500 skemmst í flóðunum, að sögn innanríkisráðherra Rúmeníu, og þá eru 88 þorp án rafmagns. 20.8.2005 00:01 Náðu 276 kg af afmetamíni Búlgarska lögreglan lagði á dögunum hald á 276 kíló af amfetamínpillum í áhlaupi á rannsóknarstofu þar sem eiturlyf voru framleidd í suðurhluta Búlgaríu. Tveir menn voru handteknir í áhlaupinu en talið er að það hafi átta að senda amfetamínið til Miðausturlanda. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Búlgaríu er götuverðmæti efnanna talið 40 milljónir dollara, en það samsvarar ríflega 2,5 milljörðum íslenskra króna. 20.8.2005 00:01 Alvarlegt slys í Afganistan Óttast er að allt að 20 manns hafi látist, þar á meðal konur og börn, þegar tvær rútur rákust saman í Zabul-héraði í Afganistan. Rúturnar komu hvor úr sinni áttinni en þær rákust saman á hraðbraut milli höfuðborgarinnar Kabúl og borgarinnar Kandahar í suðurhluta landsins. Um 30 manns slösuðust í árekstrinum. 20.8.2005 00:01 Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. 20.8.2005 00:01 Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. 20.8.2005 00:01 Spánverjar syrgja hermenn Sautján spænskir hermenn sem létust í þyrluslysi í Afganistan á þriðjudag voru jarðsettir í dag með mikilli viðhöfn. Meðal þeirra sem sóttu athöfnina, sem fram fór í höfuðstöðvum hersins í Madríd, voru spænsku konungshjónin og Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg á Spáni vegna atburðanna, en ekki er enn ljóst hvað olli því að þyrlan hrapaði til jarðar. 20.8.2005 00:01 Stöðugur straumur í miðborgina Stöðugur straumur er nú niður í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er í algleymingi. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel hingað til og býst hún við fólki haldi áfram að fjölga í miðbænum enda veður betra en spár gerðu ráð fyrir. 20.8.2005 00:01 Lögreglumenn vegnir í Dagestan Að minnsta kosti þrír lögreglumenn létust og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk í Dagestan í Rússlandi í dag. Interfax-fréttastofan greinir frá því að bíll, sem var hlaðinn sprengiefni, hafi sprungið við eina aðalumferðaræðina í Makhachkala, höfuðborg Dagestans, í þann mund sem lögregla ók þar fram hjá í eftirlitsferð. 20.8.2005 00:01 Ráðist á flokksskrifstofur í Írak Byssumenn réðust á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrdistans í Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag og særðu þrjá menn sem stóðu vörð um skrifstofurnar. Árásin kom í kjölfar mótmæla í borginni á vegum arabískra stjórnmálamanna sem eru andvígir því að Írak verði sambandsríki. Þeir telja að með því muni Kúrdar ná völdum í borginni. 20.8.2005 00:01 Nýnasistar marséra í Kolding Um eitt hundrað danskir, sænskir og þýskir nýnasistar gengu um bæinn Kolding í Danmörku í dag til þess að minnast dánardægurs Rudolfs Hess. Þá mótmæltu nýnasistarnir því að þýsk stjórnvöld hefðu bannað samsvarandi göngu þar í landi í síðasta mánuði. Lögregla í Kolding fylgdist vel með hópnum og lagði hald á nokkur barefli sem fundust á mönnunum en hópurinn fékk ganga um höfn bæjarins. 20.8.2005 00:01 Kosið í Palestínu 25. janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, greindi frá því í dag að þingkosningar í landinu færu fram 25. janúar á næsta ári. Upphaflega áttu þær að fara fram í júlí síðastliðnum en yfirvöld í Palestínu frestuðu þeim og báru við vandræðum með kosningalöggjöf og brottflutningi Ísraela frá landnemabyggðum á Gasa og Vesturbakkanum. 20.8.2005 00:01 Þúsundir Breta í mál við Merck Búast má við því þúsundir Breta leiti réttar síns gagnvart lyfjafyrirtækinu Merck eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði í gær að ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx skyldu dæmdar bætur. Merck er gefið að sök að hafa leynt vitneskju um hættuleg aukaáhrif lyfsins, sem notað var gegn gigt, en rannsóknir sýndu að sá sem tók það í meira en átján mánuði var í tvöfalt meiri hættu að fá hjartaáfall. 20.8.2005 00:01 Fólk noti strætisvagna meira Mikill mannfjöldi er nú í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er haldin hátíðleg í blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu mikill straumur af gangandi fólki á leið niður í bæ og þá streyma bílar vestur eftir Sæbrautinni og er umferð allmikil. Vill lögregla benda fólki sem er á leið niður í bæ að nýta sér almenningssamgöngur, en strætisvagnar á leið í miðbæinn stoppa á móts við Hljómskálann en vagnar á leið út úr miðborginni fara frá biðstöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti. 20.8.2005 00:01 Hirtu þrjú tonn af kókaíni af báti Sjóherinn á Frönsku Gvæjana lagði á sunnudaginn hald á þrjú tonn af kókaíni af fiskibáti frá Venesúela. Frá þessu greindu yfirvöld á staðnum í dag. Eftir ábendingu frá bandarísku strandgæslunni fylgdust frönsk yfirvöld með bátnum og létu loks til skarar skríða á fransk-gvæjönsku hafsvæði. 20.8.2005 00:01 Munu áfram skjóta til að drepa Lögregla í Lundúnum mun ekki hverfa frá þeirri stefnu að skjóta til drepa menn sem hún telur að ætli að fremja hryðjuverk. Að þessari niðurstöðu komust lögregluyfirvöld eftir endurskoðun á stefnunni í kjölfar þess að Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezers var skotinn fyrir mistök á Stockwell-lestarstöðinni í Lundúnum 22. júlí síðastliðinn. 20.8.2005 00:01 HM í tangó í Argentínu Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. 20.8.2005 00:01 Batt, pyntaði og myrti Dómstóll í Sedgwick-sýslu í Kansas dæmdi á fimmtudaginn Dennis Rader, betur þekktan sem BTK, í tífalt lífstíðarfangelsi. Þar með er endi bundinn á harmleik sem rekur sig þrjátíu ár aftur í tímann. 20.8.2005 00:01 Prestsmál rædd við biskup Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær. 20.8.2005 00:01 Tíu daga varðhald vegna morðs Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald. 20.8.2005 00:01 Áhrif Vioxx rannsökuð hérlendis Ekki er vitað um nein dauðsföll hér á landi af völdum gigtarlyfsins Vioxx en það á þó að rannsaka betur. Merck & co. ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur sem fyrirtækið var dæmt til að greiða. 20.8.2005 00:01 Lögreglan heldur áfram að skjóta Lundúnalögreglan ætlar ekki að láta af stefnu sinni að skjóta á grunaða sjálfsmorðsprengjumenn sem óhlýðnast skipunum þeirra. 20.8.2005 00:01 Vegagerð í friðland kærð Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. 20.8.2005 00:01 Kosningadagur ákveðinn Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar gaf út tilskipun í gær sem kveður á um að landið þar sem byggðir Ísraela á Gaza stóðu áður yrðu almenningseign. Auk þess tilkynnti hann að þingkosningar yrðu haldnar 25. janúar næstkomandi. 20.8.2005 00:01 Sprengjutilræði í Dagestan Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. 20.8.2005 00:01 Bætur fyrir Kópavogshöfn Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum. 20.8.2005 00:01 Handrit Einsteins fundið Handrit að ritgerð sem Albert Einstein birti árið 1925 fannst í skjalasafni Leiden-háskóla í Hollandi á dögunum. 20.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja flugvöllinn burtu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna málamiðlunartillögu um flugvöll á Lönguskerjum í ályktun sem þeir hafa samþykkt og ítreka fyrri afstöðu um að þeir vildu flugvöllinn burt sem fyrst. Skipulag Vatnsmýrarinnar er harðlega gagnrýnt í ályktuninni. 21.8.2005 00:01
Spuni í kollinum á Degi "Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna. 21.8.2005 00:01
Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna." 21.8.2005 00:01
40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum. 21.8.2005 00:01
Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. 21.8.2005 00:01
Leggjast gegn stjórnarskránni Leiðtogar súnní-múslima vara við því að ný stjórnarskrá sem sjía-múslimar og Kúrdar eru að ná samkomulagi um kunni að verða til að staða mála í Írak fari enn versnandi. Þeir hafa biðlað til Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna um að koma í veg fyrir að nýja stjórnarskráin verði samþykkt. 21.8.2005 00:01
Íslam verði meginuppspretta laga Íslam verður „meginuppspretta“ íraskra laga og þingið mun starfa eftir reglum trúarinnar. Þetta eru nýjustu boð samningamanna sem sitja við gerð írösku stjórnarskrárinnar. Þeir eru nú þegar komnir fram yfir þann frest sem þeir gáfu sér í upphafi til að ljúka við fyrstu drög og ef þetta gengur í gegn er greinilegt að sjítar eru farnir að gefa eftir, en þeir hafa verið sammála megináherslu Bandaríkjastjórnar um að aðalatriði stjórnarskrárinnar eigi að snúast um lýðræði og mannréttindi. 20.8.2005 00:01
Strætisvagnabílstjóri á batavegi Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. 20.8.2005 00:01
Vilja starfa nafnlausir í fangelsi Norskir fangaverðir eru farnir að krefjast þess að starfa nafnlausir af ótta við hefndaraðgerðir fanga. Verðirnir vilja fá að skrifa nafnlausar skýrslur og sömuleiðis að bera vitni án þess að nafn þeirra komi fram. Verðirnir segja að fangarnir hóti þeim iðulega og því ættu þeir öryggisins vegna að fá að starfa nafnlaust eða undir dulnefni. 20.8.2005 00:01
Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. 20.8.2005 00:01
Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. 20.8.2005 00:01
Dæmdar bætur vegna áhrifa lyfs Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx 253 milljónir bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Búist er við að þessi upphæð lækki verulega við áfrýjun en hlutabréf í Merck's, sem framleiðir Vioxx, féllu skarpt þegar fréttirnar bárust. 20.8.2005 00:01
Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. 20.8.2005 00:01
Flugvél brotlenti í Frakklandi Flugmaður slökkviliðsflugvélar lést þegar vélin brotlenti í Ardeche-héraði í Suðaustur-Frakklandi í dag. Að sögn flugmálayfirvalda tók vélin þátt í slökkvistarfi á svæðinu en þar loga nú skógareldar. Yfirvöld segja annan mann hafa verið í flugvélinni en hann er ófundinn. Orsök slyssins er ókunn. 20.8.2005 00:01
85% landnema farin frá Gasa Áttatíu og fimm prósent íbúanna í landnemabyggðunum á Gasaströndinni hafa nú yfirgefið heimili sín. Herinn getur ekkert gert í dag til að flytja þá sem eftir eru á brott vegna sabbatsins, hvíldardags gyðinga. Lögreglan telur þó að allar byggðirnar sem á að rýma verði orðnar auðar á mánudag. 20.8.2005 00:01
Páfi ræðir við leiðtoga múslíma Benedikt sextándi páfi er nú í fjögurra daga heimsókn í föðurlandi sínu, Þýskalandi. Í gær ræddi hann við leiðtoga gyðinga í sýnagógu í Köln og varaði við vaxandi gyðingahatri. Í dag hyggst páfinn ræða við leiðtoga múslíma, en um þrjár milljónir manna í Þýskalandi eru múslímar, flestir af tyrkneskum uppruna. 20.8.2005 00:01
Sniglaplága í Danmörku Garðeigendur í Danmörku keppast nú við að drepa Spánarsnigla í tugþúsundatali. Sniglarnir eru orðnir alger plága og virðist fjölga með hverju árinu. 20.8.2005 00:01
Vioxx tekið af markaði hér í fyrra Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx, 253 milljónir Bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Vioxx var mikið notað hérlendis þar til í fyrra. 20.8.2005 00:01
Á þriðja hundrað viðburða Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan. 20.8.2005 00:01
Flóð valda usla í Rúmeníu Flóð halda áfram að valda usla í Rúmeníu, en síðustu fjóra daga hafa 14 manns látist og 1200 þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Alls hafa 200 hús eyðilagst og 5.500 skemmst í flóðunum, að sögn innanríkisráðherra Rúmeníu, og þá eru 88 þorp án rafmagns. 20.8.2005 00:01
Náðu 276 kg af afmetamíni Búlgarska lögreglan lagði á dögunum hald á 276 kíló af amfetamínpillum í áhlaupi á rannsóknarstofu þar sem eiturlyf voru framleidd í suðurhluta Búlgaríu. Tveir menn voru handteknir í áhlaupinu en talið er að það hafi átta að senda amfetamínið til Miðausturlanda. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Búlgaríu er götuverðmæti efnanna talið 40 milljónir dollara, en það samsvarar ríflega 2,5 milljörðum íslenskra króna. 20.8.2005 00:01
Alvarlegt slys í Afganistan Óttast er að allt að 20 manns hafi látist, þar á meðal konur og börn, þegar tvær rútur rákust saman í Zabul-héraði í Afganistan. Rúturnar komu hvor úr sinni áttinni en þær rákust saman á hraðbraut milli höfuðborgarinnar Kabúl og borgarinnar Kandahar í suðurhluta landsins. Um 30 manns slösuðust í árekstrinum. 20.8.2005 00:01
Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. 20.8.2005 00:01
Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. 20.8.2005 00:01
Spánverjar syrgja hermenn Sautján spænskir hermenn sem létust í þyrluslysi í Afganistan á þriðjudag voru jarðsettir í dag með mikilli viðhöfn. Meðal þeirra sem sóttu athöfnina, sem fram fór í höfuðstöðvum hersins í Madríd, voru spænsku konungshjónin og Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg á Spáni vegna atburðanna, en ekki er enn ljóst hvað olli því að þyrlan hrapaði til jarðar. 20.8.2005 00:01
Stöðugur straumur í miðborgina Stöðugur straumur er nú niður í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er í algleymingi. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel hingað til og býst hún við fólki haldi áfram að fjölga í miðbænum enda veður betra en spár gerðu ráð fyrir. 20.8.2005 00:01
Lögreglumenn vegnir í Dagestan Að minnsta kosti þrír lögreglumenn létust og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk í Dagestan í Rússlandi í dag. Interfax-fréttastofan greinir frá því að bíll, sem var hlaðinn sprengiefni, hafi sprungið við eina aðalumferðaræðina í Makhachkala, höfuðborg Dagestans, í þann mund sem lögregla ók þar fram hjá í eftirlitsferð. 20.8.2005 00:01
Ráðist á flokksskrifstofur í Írak Byssumenn réðust á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrdistans í Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag og særðu þrjá menn sem stóðu vörð um skrifstofurnar. Árásin kom í kjölfar mótmæla í borginni á vegum arabískra stjórnmálamanna sem eru andvígir því að Írak verði sambandsríki. Þeir telja að með því muni Kúrdar ná völdum í borginni. 20.8.2005 00:01
Nýnasistar marséra í Kolding Um eitt hundrað danskir, sænskir og þýskir nýnasistar gengu um bæinn Kolding í Danmörku í dag til þess að minnast dánardægurs Rudolfs Hess. Þá mótmæltu nýnasistarnir því að þýsk stjórnvöld hefðu bannað samsvarandi göngu þar í landi í síðasta mánuði. Lögregla í Kolding fylgdist vel með hópnum og lagði hald á nokkur barefli sem fundust á mönnunum en hópurinn fékk ganga um höfn bæjarins. 20.8.2005 00:01
Kosið í Palestínu 25. janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, greindi frá því í dag að þingkosningar í landinu færu fram 25. janúar á næsta ári. Upphaflega áttu þær að fara fram í júlí síðastliðnum en yfirvöld í Palestínu frestuðu þeim og báru við vandræðum með kosningalöggjöf og brottflutningi Ísraela frá landnemabyggðum á Gasa og Vesturbakkanum. 20.8.2005 00:01
Þúsundir Breta í mál við Merck Búast má við því þúsundir Breta leiti réttar síns gagnvart lyfjafyrirtækinu Merck eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði í gær að ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx skyldu dæmdar bætur. Merck er gefið að sök að hafa leynt vitneskju um hættuleg aukaáhrif lyfsins, sem notað var gegn gigt, en rannsóknir sýndu að sá sem tók það í meira en átján mánuði var í tvöfalt meiri hættu að fá hjartaáfall. 20.8.2005 00:01
Fólk noti strætisvagna meira Mikill mannfjöldi er nú í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er haldin hátíðleg í blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu mikill straumur af gangandi fólki á leið niður í bæ og þá streyma bílar vestur eftir Sæbrautinni og er umferð allmikil. Vill lögregla benda fólki sem er á leið niður í bæ að nýta sér almenningssamgöngur, en strætisvagnar á leið í miðbæinn stoppa á móts við Hljómskálann en vagnar á leið út úr miðborginni fara frá biðstöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti. 20.8.2005 00:01
Hirtu þrjú tonn af kókaíni af báti Sjóherinn á Frönsku Gvæjana lagði á sunnudaginn hald á þrjú tonn af kókaíni af fiskibáti frá Venesúela. Frá þessu greindu yfirvöld á staðnum í dag. Eftir ábendingu frá bandarísku strandgæslunni fylgdust frönsk yfirvöld með bátnum og létu loks til skarar skríða á fransk-gvæjönsku hafsvæði. 20.8.2005 00:01
Munu áfram skjóta til að drepa Lögregla í Lundúnum mun ekki hverfa frá þeirri stefnu að skjóta til drepa menn sem hún telur að ætli að fremja hryðjuverk. Að þessari niðurstöðu komust lögregluyfirvöld eftir endurskoðun á stefnunni í kjölfar þess að Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezers var skotinn fyrir mistök á Stockwell-lestarstöðinni í Lundúnum 22. júlí síðastliðinn. 20.8.2005 00:01
HM í tangó í Argentínu Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. 20.8.2005 00:01
Batt, pyntaði og myrti Dómstóll í Sedgwick-sýslu í Kansas dæmdi á fimmtudaginn Dennis Rader, betur þekktan sem BTK, í tífalt lífstíðarfangelsi. Þar með er endi bundinn á harmleik sem rekur sig þrjátíu ár aftur í tímann. 20.8.2005 00:01
Prestsmál rædd við biskup Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær. 20.8.2005 00:01
Tíu daga varðhald vegna morðs Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald. 20.8.2005 00:01
Áhrif Vioxx rannsökuð hérlendis Ekki er vitað um nein dauðsföll hér á landi af völdum gigtarlyfsins Vioxx en það á þó að rannsaka betur. Merck & co. ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur sem fyrirtækið var dæmt til að greiða. 20.8.2005 00:01
Lögreglan heldur áfram að skjóta Lundúnalögreglan ætlar ekki að láta af stefnu sinni að skjóta á grunaða sjálfsmorðsprengjumenn sem óhlýðnast skipunum þeirra. 20.8.2005 00:01
Vegagerð í friðland kærð Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. 20.8.2005 00:01
Kosningadagur ákveðinn Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar gaf út tilskipun í gær sem kveður á um að landið þar sem byggðir Ísraela á Gaza stóðu áður yrðu almenningseign. Auk þess tilkynnti hann að þingkosningar yrðu haldnar 25. janúar næstkomandi. 20.8.2005 00:01
Sprengjutilræði í Dagestan Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. 20.8.2005 00:01
Bætur fyrir Kópavogshöfn Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum. 20.8.2005 00:01
Handrit Einsteins fundið Handrit að ritgerð sem Albert Einstein birti árið 1925 fannst í skjalasafni Leiden-háskóla í Hollandi á dögunum. 20.8.2005 00:01