Erlent

Íslam verði meginuppspretta laga

Íslam verður „meginuppspretta“ íraskra laga og þingið mun starfa eftir reglum trúarinnar. Þetta eru nýjustu boð samningamanna sem sitja við gerð írösku stjórnarskrárinnar. Þeir eru nú þegar komnir fram yfir þann frest sem þeir gáfu sér í upphafi til að ljúka við fyrstu drög og ef þetta gengur í gegn er greinilegt að sjítar eru farnir að gefa eftir, en þeir hafa verið sammála megináherslu Bandaríkjastjórnar um að aðalatriði stjórnarskrárinnar eigi að snúast um lýðræði og mannréttindi. Leggja á stjórnarskrána fyrir þingið á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×