Fleiri fréttir

Skiptar skoðanir um Löngusker

Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju.

Hélt upp á 108 ára afmælið

Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font />

Hafa safnað 10 þús. undirskriftum

Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum.

Á flótta með fíkniefni

Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum.

Mugabe með „hreinsunarátak“

Ríkisstjórn Roberts Mugabes heldur áfram svokölluðu „hreinsunarátaki" í kringum borgir landsins með því að sópa þúsundum manna sem búa í neyðarbúðum upp í bíla í skjóli myrkurs og skilja þær eftir vítt og breitt upp til sveita án nokkurrar aðstoðar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa smyglað út myndum af ástandinu og segja það skelfilegt.

Tvítugur maður stunginn til bana

Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt.

Grænmetissnakk á markað

Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum.

Systkin í sviðsljósinu

Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla.

Tugþúsundir í miðbænum

Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum.

Frjálslyndir ætla ekki í samstarf

Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans.

Strangtrúaðir handteknir á Gaza

Að minnsta kosti eitt hundrað strangtrúaðir gyðingar voru handteknir í gær fyrir að veita mótspyrnu þegar öryggissveitir reyndu að flytja þá sem enn voru á landnemabyggðum á Gasasvæðinu, á brott.

Mo Mowlam látin

Mo Mowlam, fyrrverandi Írlandsmálaráðherra Bretlands lést í morgun, 55 ára að aldri. Mowlam greindist með heilaæxli seint á síðasta áratug og hefur átt við veikindi að stríða frá því fyrr í þessum mánuði. Í síðustu viku var hún færð frá King's College sjúkrahúsinu á sjúkrastofnun í Canterbury í Kent. Mowlan sat í ríkisstjórn Tony Blair frá árinu 1997 til 2001.

Hans Markús fluttur til

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, verður fluttur til í starfi og er honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og með samþykki Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra.

BTK morðinginn dæmdur

BTK-fjöldamorðinginn, Dennis Rader, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir dómstóli í Kansas í Bandaríkjunum. Rader sem er 60 ára gamall myrti 10 manns með hrottafengnum hætti í Kansas á árunum 1974 til 1991.

Harður árekstur

Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild.

Iða oftast með lægsta verðið

Bókaverslunin Iða við Lækjargötu var oftast með lægsta verðið á námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á miðvikudaginn síðastliðinn. Kannað var verð á tuttugu algengum námsbókum sem notaðar eru við kennslu í framhaldsskólum og fimm orðabókum.

Eitt hundrað þúsund?

Búist er við allt að eitt hundrað þúsund manns á Menningarnótt í Reykjavík sem hefst á morgun. Um fimmtíu lögreglumenn verða á vakt en um venjulega helgi eru um 25 lögreglumenn á vakt í Reykjavík.

Atvinnuleysi á Þingeyri

Á þriðja tug manna eru nú atvinnulausir á Þingeyri í kjölfar lokunar fiskvinnslufyrirtækisins Perlufisks, en eigandi fyrirtækisins gerði einnig út tvo báta sem lögðu upp á staðnum.

Gíslatökumaður skotinn

Öryggissveitir í Georgíu skutu í morgun mann til bana sem hafði ruðst inn í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins þar í landi. Maðurinn æddi inn á stöðina um klukkan fimm í morgun, tók nokkra gísla og krafðist þess að fá að tala við ríkissaksóknara.

Yfir 90% undir fátæktarmörkum

Yfir 90% íbúa Tsjetsjeníu lifa undir fátæktarmörkum. Þetta segir efnahags- og þróunarmálaráðherra Rússlands en fátækramörkin miðast við 72 evrur á mánuði eða sem nemur um 5.600 krónum.

Lögreglurannsókn á vegaslóða

Ísafjarðarbær hefur óskað eftir lögreglurannsókn á lagningu vegaslóða niður í Öldugil við Leirufjörð í Jökulfjörðum. Þá hafa Náttúruverndarsamtök ákveðið að kæra vegalagninguna.

Fjórtán ára stöðvaður á bíl

Fjórtán ára drengur var stöðvaður á bíl foreldra sinna í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglunni í Kópavogi að hann hefði séð óvenju smávaxinn og unglegan ökumann undir stýri.

Ástæða fluglsyss enn óljós

Frumrannsóknir á líkum farþeganna um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst á Grikklandi í síðustu viku leiddu í ljós að engar líkur eru á að hættulegar lofttegundir hafi dreifst um vélina og valdið meðvitundarleysi eða dauða þeirra sem voru um borð.

Grundfos mútaði ríkisstjórn Íraks

Danska fyrirtækið Grundfos hefur gengist við því að hafa greitt embættismönnum í ríkisstjórn Saddams Hússeins mútur á þeim tíma sem áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíu fyrir mat stóð yfir.

Sýknaður og sakfelldur

Mounir El Motassadeq, Marokkó-búi sem sakaður var um aðild að hryðjuverkaárásunum ellefta september, var í morgun sýknaður af þeim ákærum. Dómstóll í Hamborg fjallaði um mál mannsins sem var hins vegar sakfelldur fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum.

Mestu eldar frá 1945

Skógareldarnir sem geysað hafa um norðurhluta Portúgals í allt sumar hafa kostað alls tíu slökkviliðsmenn lífið. Yfir 100 hús hafa brunnið til kaldra kola vegna þeirra og 17 verksmiðjur. Þá hafa um 500 byggingar við bóndabæi orðið eldinum að bráð og yfir 135 þúsund hektarar lands eyðilagst. Eldarnir í ár eru þeir mestu í Portúgal frá árinu 1945.

Ungmenni drukknuðu í helli í Utah

Lík fjögurra ungmenna fundust í helli í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fólkið, sem var á aldrinum 18 til 28 ára, hafði ætlað að reyna að synda í gegnum vatnsfyllt göng á milli tveggja hella en drukknað á leiðinni. Fimmti meðlimur hópsins hringdi á hjálp klukkutíma eftir að félagar hans höfðu synt af stað.

Ástarvika í Bolungarvík

Árleg Ástarvika Bolvíkinga hefst á sunnudag. Þar verður hjartalaga blöðrum sleppt í hundraðatali og boðið upp á kaffi ásamt hjartakökum og ástarpungum. Markmið ástarvikunnar er að fjölga Bolvíkingum og eftir níu mánuði, eða í maí á næsta ári verður uppskeruhátíð.

Ian Blair segir ekki af sér

Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni.

Flugskeytum skotið að herskipum

Þremur flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum herskipum sem voru í höfn í Jórdaníu í morgun. Skeytin hæfðu þó ekki skotmarkið heldur lentu þau á birgðageymslu og sjúkrahúsi, þar sem einn hermaður féll, og svo í Eilat í Ísrael, sem er í níu kílómetra fjarlægð.

Gjaldskrá leigubíla hækkuð

Í gær hækkaði gjaldskrá leigubifreiða á landinu um rúm átta prósent og er startgjald leigubíla í dag þá orðið 470 krónur en var 430 áður.

Innflytjendur hafa góð áhrif

Meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahagslífið en aðeins sextán prósent telja áhrifin slæm. Þetta eru niðurstöður könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða krossinn. Neikvæðustu viðhorfin eru gagnvart múslímum og geðfötluðum.

Tillaga um flugvöll á Lönguskerjum

Fulltrúar FL group og Flugfélags Íslands hafa rætt við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um að nýr flugvöllur rísi á Lönguskerjum eða Álftanesi. Formanni skipulagsráðs Reykjavíkurborgar líst vel á hugmyndir flugfélaganna.

Lögreglustjóri neitar ásökunum

Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, neitar því staðfastlega að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn á dauða Brasílíumannsins Jean Charles de Menezes, sem lögreglumenn skutu til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í júlí.

Pólitískur undirtónn í Baugsmálinu

Í umfjöllun erlendra fjölmiðla um Baugsmálið er ásökunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Davíð Oddssyni gefið mikið vægi. Fjölmiðlarnir fjórir sem skoðaðir voru sérstaklega segja allir að pólitískan undirtón megi greina í málinu. Einn segir íslenskt viðskiptaumhverfi fyrir rétti og annar að Baugur útiloki ekki að höfða skaðabótamál. </font /></b />

Lögregla ósátt við aðdróttanir

Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna er mjög ósáttur við aðdróttanir að undanförnu þess efnis að hægt sé að stjórna lögreglunni að vild.

Verðbólga minnst á Íslandi

Verðbólga mælist minnst á Íslandi af löndum á evrópska efnahagssvæðinu. Það skal þó tekið fram að í þessum mælikvarða er vísitala eigin húsnæðis ekki tekin með. Ef sú eining er tekin með mælist verðbólgan 3,7 prósent.

Fjöldi mála í rannsókn

Átakið Einn réttur - ekkert svindl sem Alþýðusamband Íslands hleypti af stokkunum í vor gengur vel en fjölmörg mál hafa komið til kasta þeirra tveggja starfsmanna sem með þau fara.

Þrjú verkefni fengu háan styrk

Þrjú íslensk verkefni fengu samtals um áttatíu milljónir íslenskra króna í styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna Leonardo da Vinci starfsmenntunaráætlunar 2005. Er þetta næst hæsta upphæð sem Ísland hefur fengið úthlutað úr áætluninni frá því Ísland hóf að taka þátt árið 1995.

Ný marglyttutegund

Ný marglyttutegund fannst inn í Klauf, rétt við Stórhöfða, í Vestmannaeyjum í morgun að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Athugull maður rakst á þessa furðutegund og lét menn hjá Rannsóknarsetrinu vita.

Fjármálaráðuneyti hafnaði áskorun

Fjármálaráðuneytið hafnaði áskorun Félags íslenskra bifreiðareigenda um lækkun skatta á bensíni fyrir bifreiðar. Á heimasíðu FÍB segir að félagið vænti þess að erindi um lækkun skatta á bensíni hafi verið tekið fyrir hjá ríkisstjórninni þó að á svarbréfinu virðist sem það hafi eingöngu verið tekið fyrir hjá fjármálaráðuneytinu.

Vantar kvenlega varkárni í akstur

Ef karlar ækju eins og konur létust helmingi færri í umferðinni. Þetta kemur fram í sænskri greiningu á bílslysum sem gerð var af sænska umferðaröryggiseftirlitinu.

Harma umferðaslys

Stjórn og starfsmenn Strætó bs. sendu frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem þeir harma alvarlegt umferðarslys strætisvagns og vörubíls í Reykjavík í dag. Vagnstjórinn slasaðist alvarlega og er nú á gjörgæslu í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir. Fjórir af sex farþegum vagnsins voru útskrifaðir eftir skoðun en tveir eru enn undir eftirliti lækna þó meiðsl þeirra séu ekki talin alvarleg.

Mannekla hefur slæm áhrif

Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári.

Skólastarf hefst í dag

Skólahald í grunnskólum Reykjavíkurborgar hefst á mánudaginn. Rúmlega fimmtán þúsund nemendur koma til með að stunda nám við skólana í vetur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.<font face="Helv"></font>

Sjá næstu 50 fréttir