Erlent

Páfi ræðir við leiðtoga múslíma

Benedikt sextándi páfi er nú í fjögurra daga heimsókn í föðurlandi sínu, Þýskalandi. Í gær ræddi hann við leiðtoga gyðinga í sýnagógu í Köln og varaði við vaxandi gyðingahatri. Í dag hyggst páfinn ræða við leiðtoga múslíma, en um þrjár milljónir manna í Þýskalandi eru múslímar, flestir af tyrkneskum uppruna. Ferðin var upphaflega skipulögð fyrir Jóhannes Pál páfa annan, en hann lést í apríl. Hápunktur heimsóknar páfa verður þó líklega útimessan á heimsmóti kaþólskra ungmenna sem nú fer fram í Köln, en búist er við að allt að 800 þúsund manns muni hlýða á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×