Innlent

Vegagerð í friðland kærð

Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. Sólberg Jónsson, landeigandi í Leirufirði hafði fengið leyfi hjá Ísafjarðarbæ til þess að fara með jarðýtur yfir heiðina í því skyni að verja land og húseignir þar fyrir ágangi jökulvatns með gerð varnargarða. Hann taldi óhjákvæmilegt að gera jeppaslóð af heiðinni niður í Leirufjörð, meðal annars til þess að koma olíu á ýturnar. Bæjaryfirvöld veittu framkvæmdaleyfi með því skilyrði að allt jarðrask yrði lagfært. Þau hafa nú ásamt Náttúruverndarsamtökum Íslands kært vegagerðina í Leirufjörð til lögreglunnar á Ísafirði. Slóðin sem lögð hefur verið að stað framkvæmdanna í Leirufirði er um fjögurra kílómetra löng af brún Dalsheiðar. Fyrir um 30 árum var lögð jeppaslóð frá Unaðsdal upp á miðja heiðina. Ekki hefur staðið til að leggja þann veg áfram í Jökulfirði enda um friðland að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×