Erlent

Vilja starfa nafnlausir í fangelsi

Norskir fangaverðir eru farnir að krefjast þess að starfa nafnlausir af ótta við hefndaraðgerðir fanga. Verðirnir vilja fá að skrifa nafnlausar skýrslur og sömuleiðis að bera vitni án þess að nafn þeirra komi fram. Verðirnir segja að fangarnir hóti þeim iðulega og því ættu þeir öryggisins vegna að fá að starfa nafnlaust eða undir dulnefni. Margir verjendur eru andsnúnir þessu og telja að nafnleysi myndi draga úr réttaröryggi sakborninga. Einn þeirra gengur svo langt að segja að honum finnist fangaverðirnir huglausir ef þeir þori ekki að standa við orð sín. Þeim væri þá réttara að finna sér eitthvað annað að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×