Semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 10:33 Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, er hér til vinstri og hægra megin er Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands. Á milli þeirra stendur Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu. AP/Mohd Rasfan Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19