Erlent

Handrit Einsteins fundið

Handrit að ritgerð sem Albert Einstein birti árið 1925 fannst í skjalasafni Leiden-háskóla í Hollandi á dögunum. Titill handritsins er "Skammtafræði einatóma kjörgass," en þar er því haldið fram að við alkul minnki orka frumeinda sumra gastegunda svo mikið að þær þjappi sér saman í einn stóran klump. Handritið er í góðu ásigkomulagi en meistaranemi í eðlisfræði við skólann fann það þegar hann leitaði að heimildum í ritgerð sína. Einstein kom oft til Leiden á þriðja áratugnum en þar bjó vinur hans Paul Ehrenfest eðlisfræðingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×