Innlent

Menningarnótt að hefjast formlega

Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. Málverkasýningar, gjörningar, fallhlífarstökk, flugsýningar, sölubásar, leik- og tónlistaratriði, leiktæki fyrir börnin er meðal þess sem setur svip sinn á menningarnóttina sem lýkur formlega með flugeldasýningu og stórtónleikum á Hafnarbakkanum undir miðnætti í kvöld. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Reykjavík í dag. Dagskrá mennningarnætur er hægt að nálgast á vefsíðunni reykjavik.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×