Erlent

HM í tangó í Argentínu

Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. Tangóinn var vinsælastur á millistríðsárunum, en síðustu ár hefur vegur hans vaxið á ný og má nú finna tangóklúbba í flestum stórborgum heimsins. Pörin þrjátíu sem kljást um heimsmeistaratitilinn dansa til úrslita á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×