Innlent

Fólk noti strætisvagna meira

Mikill mannfjöldi er nú í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er haldin hátíðleg í blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu mikill straumur af gangandi fólki á leið niður í bæ og þá streyma bílar vestur eftir Sæbrautinni og er umferð allmikil. Vill lögregla benda fólki sem er á leið niður í bæ að nýta sér almenningssamgöngur, en strætisvagnar á leið í miðbæinn stoppa á móts við Hljómskálann en vagnar á leið út úr miðborginni fara frá biðstöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti. Á þriðja hundrað viðburða er í borginni í dag en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Hafnarbakkanum og flugeldasýningu í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×