Erlent

Náðu 276 kg af afmetamíni

Búlgarska lögreglan lagði á dögunum hald á 276 kíló af amfetamínpillum í áhlaupi á rannsóknarstofu þar sem eiturlyf voru framleidd í suðurhluta Búlgaríu. Tveir menn voru handteknir í áhlaupinu en talið er að það hafi átta að senda amfetamínið til Miðausturlanda. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Búlgaríu er götuverðmæti efnanna talið 40 milljónir dollara, en það samsvarar ríflega 2,5 milljörðum íslenskra króna. Lögreglan í Búlgaríu hefur verið iðin við að koma upp um eiturlyfjasmygl í landinu að undanförnu en talið er að smyglarar fari þar um á leið sinni á milli Vestur-Evrópu og Asíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×