Erlent

Sprengjutilræði í Dagestan

Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. Fjarstýrð sprengja sprakk þegar lögreglumennirnir voru á eftirlitsgöngu í borginni og létust tveir þeirra samstundis. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en róstusamt hefur verið í héraðinu að undanförnu. Það á landamæri að Tsjetsjeníu og því óttast margir að ofbeldið þar teygi anga sína þangað. Það er þó ekki sjálfgefið því yfir hundrað þjóðarbrot búa í Dagestan og oft er grunnt á því góða á milli þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×