Erlent

Ráðist á flokksskrifstofur í Írak

Byssumenn réðust á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrdistans í Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag og særðu þrjá menn sem stóðu vörð um skrifstofurnar. Árásin kom í kjölfar mótmæla í borginni á vegum arabískra stjórnmálamanna sem eru andvígir því að Írak verði sambandsríki. Þeir telja að með því muni Kúrdar ná völdum í borginni. Þá létust fjórir írakskir hermenn og þrír særðust þegar uppreisnarmaður kastaði handsprengju að bílalest á vegum hersins í Falluja, vestur af Bagdad, í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×