Erlent

Flóð valda usla í Rúmeníu

Flóð halda áfram að valda usla í Rúmeníu, en síðustu fjóra daga hafa 14 manns látist og 1200 þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Alls hafa 200 hús eyðilagst og 5.500 skemmst í flóðunum, að sögn innanríkisráðherra Rúmeníu, og þá eru 88 þorp án rafmagns. Mikið hefur rignt í Rúmeníu og Búlgaríu í sumar sem hefur leitt til þess að ár flæða yfir bakka sína með tilheyrandi mann- og eignatjóni. Flóðin eru þau verstu í Rúmeníu í 50 ár og ekki sér enn fyrir endann á vætutíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×