Erlent

Dæmdar bætur vegna áhrifa lyfs

Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx 253 milljónir bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Búist er við að þessi upphæð lækki verulega við áfrýjun en hlutabréf í Merck's, sem framleiðir Vioxx, féllu skarpt þegar fréttirnar bárust. Fyrirtækinu er gefið að sök að hafa leynt vitneskju um hættuleg aukaáhrif lyfsins. Vioxx var tekið af markaði á Íslandi í október í fyrra en það var mikið notað hérlendis, einkum af gigtarsjúklingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×