Erlent

Flugvél brotlenti í Frakklandi

Flugmaður slökkviliðsflugvélar lést þegar vélin brotlenti í Ardeche-héraði í Suðaustur-Frakklandi í dag. Að sögn flugmálayfirvalda tók vélin þátt í slökkvistarfi á svæðinu en þar loga nú skógareldar. Yfirvöld segja annan mann hafa verið í flugvélinni en hann er ófundinn. Orsök slyssins er ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×