Erlent

Kosið í Palestínu 25. janúar

MYND/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, greindi frá því í dag að þingkosningar í landinu færu fram 25. janúar á næsta ári. Upphaflega áttu þær að fara fram í júlí síðastliðnum en yfirvöld í Palestínu frestuðu þeim og báru við vandræðum með kosningalöggjöf og brottflutningi Ísraela frá landnemabyggðum á Gasa og Vesturbakkanum. Hin herskáu samtök Hamas hafa gagnrýnt Abbas fyrir frestunina og segja hana aðeins til komna vegna lítils fylgis Fatah-hreyfingar Abbas, en Hamas-samtökin, sem bjóða fram í fyrsta sinn í kosningunum, hafa átt auknu fylgi að fagna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×